Fara á efnissvæði
14. maí 2024

Nú geturðu skráð þig á Landsmót UMFÍ 50+

Framundan er Landsmóts UMFÍ 50+. Nú er búið að opna fyrir skráningu og geta öll sem vilja skráð sig til þátttöku á mótinu. Mótið fer fram í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. – 9. júní í samstarfi við Þrótt Vogum og Sveitarfélagið Voga.

Þau sem hafa tekið þátt á mótinu vita að þetta er blanda af íþróttakeppni og allskonar skemmtilegri hreyfingu þar sem fólk á besta aldri nýtur lífsins á heilbrigðan hátt.

Mótið hefur farið fram árlega síðan árið 2011 og geta allir verið með sem verða 50 ára á árinu – og auðvitað allir sem eru eldri líka. Þátttakendur þurfa hvorki að vera skráðir í íþrótta- né ungmennafélag til að taka þátt. Allir geta verið með á eigin forsendum.

Keppnisgreinar

Boccía, borðtennis, brennibolti, bridds, frisbígolf, frjálsar íþróttir, golf, hjólreiðar, kasína, línudans, petanque, pílukast, pútt, pönnukökubakstur, ringó, skák, stígvélakast, strandarhlaup og sund.

Ýmislegt fleira verður í boði fyrir mótsgesti að leika sér í. Þar á meðal eru pokavarp og danssmiðja, keila, grasblak og göngufótbolti, hægt er að fara í gönguferðir og skoða ýmislegt forvitnilegt í Vogum. Alla mótsdaga verður heljarinnar veisla með götubitavögnum til viðbótar við frábæra veitingastaði svo enginn mótsgestur ætti að mæta svangur til leiks.  

Allar upplýsingar um mótið er að finna á umfi.is.

Upplýsingasíða Landsmóts UMFÍ 50+

Dagskrá

Keppnisgreinar

Þátttökugjald er aðeins 5.500 krónur og er fyrir það hægt að skrá sig í eins margar greinar og viðkomandi vill taka þátt í.

Leiðbeiningar fyrir skráningu
  • Fyrst þarf að skrá íþróttahérað viðkomandi eða félag með beina aðild að UMFÍ.
  • Þegar búið er að ganga frá skráningu á þátttökugjaldi er gengið frá skráningu í greinar í gegnum hlekk sem opnast þegar búið er að ganga frá greiðslu. Þú færð líka hlekk á skráningarsíðuna í tölvupósti. 

Þú getur smellt á myndina hér að neðan til að skrá þig!