Fara á efnissvæði
06. júlí 2022

Nú geturðu skráð ykkur á Unglingalandsmót UMFÍ 2022!

Skráning er hafin á Unglingalandsmót UMFÍ sem verður samkvæmt venju um verslunarmannahelgina. Mótið verður að þessu sinni spottakorn frá höfuðborginni, á Selfossi um verslunarmannahelgina.

Mótshaldari er Héraðsambandið Skarphéðinn (HSK) og Sveitarfélagið Árborg.

Eins og landsmenn vita er Unglingalandsmót UMFÍ sannkölluð fjölskylduhátíð. Boðið er upp á meira en 20 keppnisgreinar fyrir 11 – 18 ára börn og ungmenni. Allir á þessum aldri geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera í ungmenna- eða íþróttafélagi.

Þétt dagskrá er alla mótsdagana og skemmtun á kvöldin þar sem margt af þekktasta tónlistarfólki landsins kemur fram.

 

Fjölbreytnin er mikilvæg

Alltaf eru nýjungar og skemmtilegheit á dagskránni á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Á dagskránni eru helstu greinar, knattspyrna, körfubolti og frjálsar. Nú eru rafíþróttir í boði þar sem keppt verður í bæði í einstaklingskeppni og í liðakeppni.

Keppt verður í League  of Legends, Rocket League og Counter Strike.

 

Eitt skráningargjald fyrir alla fjölskylduna

Skráningargjald á Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi er 8.500 krónur og geta allir sem vilja skráð sig til leiks. Greiða þarf gjaldið til að geta klárað skráningu. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en geta þó tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið er upp á.

Inni í skráningargjaldinu getur þátttakandi skráð sig í eins margar greinar og hann vill, fjölskyldan tjaldað og allir farið saman á tónleika á kvöldin á meðan Unglingalandsmóti UMFÍ stendur.

 

Ítarlegri upplýsingar, dagskráin og skráning er á slóðinni: www.ulm.is