16. mars 2020
Ný dagsetning fyrir ungmennaráðstefnu
Vegna þeirrar stöðu sem er í samfélaginu okkar í dag hefur sú ákvörðun verið tekin að færa ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem fram átti að fara 1. - 3. apríl nk. til 16. - 18. september. Sama yfirskrift: Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig hefur ungt fólk áhrif, og sama staðsetning: Héraðsskólinn á Laugarvatni.
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi.
Lesa má meira um ráðstefnuna hér.