Fara á efnissvæði
27. desember 2024

Nýjasta blað Skinfaxa komið út

Hér er sannkölluð jólagjöf ferðinni fyrir ungmennafélaga um allt land. Nýjasta tölublað Skinfaxa er komið út. Blaðið er eins og alltaf stútfullt af áhugaverðu lesefni sem endurspeglar fjölbreytt starf UMFÍ um allt land.

Á meðal efnis í blaðinu: 

  • Fjárhagur íþróttafélaganna
  • Segir markaðsmál íþróttafélaga ekki unnin af fagmennsku.
  • Vinna sjálfboðaliða var einfaldari áður fyrr
  • Leita að höfundum íþróttamerkja
  • Sveinn Sampsted: Íþróttahreyfing fyrir okkur öll!
  • Sumarbúðir á Reykjum í fyrsta sinn
  • Íþróttafélagið Suðri mun blómstra sem deild í Umf. Selfoss
  • Börnin læra að takast á við sigra, áföll og að tapa
  • ALLIR MEÐ-leikarnir slógu í gegn
  • Ungmenni kusu í strætó
  • Félagasamtök mega ekki verða einsleit
  • Margt er að gerast í íþróttahreyfingunni
  • Takk sjálfboðaliðar
  • Kenna fólki að vera sjálfboðaliðar
  • Tryggja tækifæri fólks til að hreyfa sig
  • Mikilvægi þess að huga að góðum samskiptum
  • Svipmyndir úr starfi UMFÍ 2024
  • Dýrmæt samvinna ÍBA og ÍBR
  • Ungmennafélagið mætir þörfum iðkenda
  • Sama fyrirkomulag á Vestfjörðum
  • Kassasmíði í starfshlaupi UMFÍ

 

Blaðið er í dreifingu um allt land og verður hægt að nálgast það í sundlaugum, íþróttahúsum og víðar.

Hægt er að lesa blaðið allt á umfi.is. Þú getur smellt á myndina hér fyrir neðan til að lesa rafræna útgáfu blaðsins.

Lesa 3. tölublað Skinfaxa 2024