04. apríl 2022
Nýtt starfsskýrslukerfi ÍSÍ og UMFÍ
Í dag verður opnað fyrir skil á starfsskýrslum félaga í nýju skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Viðhöfnin fer fram kl. 15:30 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hægt er að horfa á viðburðinn í beinu streymi af heimasíðu ÍSÍ.
Þetta nýja skilakerfi er hannað og unnið af Sportabler. Þeir aðilar í íþótta- og ungmennafélagshreyfingunni sem eru með Sportabler geta tengst kerfinu inni á sínu svæði í kerfinu. Þau félög sem ekki nota Sportabler munu geta tengst skilakerfinu á heimasíðu UMFÍ.
Með tilkomu þessa nýja kerfis er stigið stórt framfaraskref í að bæta og einfalda skil.
Til hamingju með daginn íþrótta- og ungmennafélagshreyfingin!