Fara á efnissvæði
12. apríl 2020

Nýtt tölublað Skinfaxa komið út

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarit UMFÍ, er komið út. Þetta er fyrsta tölublað ársins. Blaðið einkennist af fordæmalausum tímum, heimsfaraldri, ferðalagi innanhúss og aðdáunarverðu starfi stjórnenda í íþróttahreyfingunni við aðstæður sem enginn hefur áður upplifað.  

Í blaðinu er fjallað um íþróttastarfið í skugga heimsfaraldurs frá ýmsum hliðum, rætt við stjórnendur og þjálfara hjá íþrótta- og ungmennafélögum, ráð um það hvernig gott er að virkja iðkendur þegar íþróttastarfið liggur niðri, margir möguleikar í fjarvinnu, fjarfundum og margt fleira.


En margt fleira er í blaðinu. Á meðal efnis:

  • Rætt við Algirdas Slapikas um Stál-úlf og íþróttir fólks af erlendum uppruna. 
  • Margrét og María segja frá því þegar þær dvöldu í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni.
  • Soffía Ámundadóttir, formaður Íþróttanefndar ríkisins, vill styðja betur við fræðslu og rannsóknir.
  • Allt um Þorvaldsdalsskokkið.
  • Viðtal við fyrrverandi formann UMFÍ.
  • Anna Lea spilar bandý í Digranesi.
  • Stofna púttdeild 60+ í Skagafirði.
  • Ráð til stjórnenda.
  • Hvernig er brugðist við COVID 19?
  • Hvernig á að halda fjarfund?

Og margt, margt fleira.

Þú getur smellt á blaðið hér að neðan og byrjað að lesa það undir eins. Þú finnur það líka á www.umfi.is undir liðnum Tölublöð. Þar eru líka öll blöð Skinfaxa frá upphafi fyrir meira en 100 árum.

Gleðilega páska!