Fara á efnissvæði
30. nóvember 2018

Nýtt tölublað Skinfaxa: Mikilvægt að kynna erlendu fólki íþróttir á eigin tungumáli

„Það er best að ná til barnanna í gegnum skólana, jafnvel strax í leikskóla, þar sem innflytjendur/nýbúar vita ekki alltaf hvernig íþrótta- og tómstundastarf virkar hérlendis. Það þarf að kynna fyrir þeim  frístundakortið á þeirra eigin tungumáli. Starfsfólk íþróttafélaga eða fulltrúar þeirra gæti líka komið á vettvang og haft kynningu á frístundakortinu og íþróttastarfinu í skólum eða með því að senda tölvupósta og bæklinga á tungumáli viðkomandi. “

Þetta segir Fjolla Shala, knattspyrnukona hjá Breiðabliki og landsliðskona kvennaliðs Kosovo í knattspyrnu. Hún segir fólk af erlendum uppruna, bæði barnið og fjölskyldu þess, aðlagast betur íslensku samfélagi með þátttöku í íþróttum.

Fjolla og körfuknattleiksmaðurinn Maciej Baginski, körfuknattleiksmaður Njarðvíkur, prýða forsíðu nýjasta tölublaðs Skinfaxa, tímarits UMFÍ.

Í blaðinu er rætt við þau í tengslum við umfjöllun í blaðinu um verkefnið Vertu með. Verkefnið Vertu með er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ. Markmið þess er að ná til foreldra barna af erlendum uppruna og fjölga börnum erlendra foreldra í skipulögðu íþróttastarfi.

 

Á meðal annars efnis í nýjasta tölublaði Skinfaxa, sem er þriðja tölublað ársins, er eftirfarandi:

 

Nýjasta tölublað Skinfaxa er hægt að nálgast hér á PDF-formi