Fara á efnissvæði
08. ágúst 2022

Ókeypis í sund eftir Drulluhlaupið

Hafið þið áhyggjur af því að þurfa að setjast skítug inn í Skódann eftir Drulluhlaup Krónunnar og maka aur og ódói upp allan stigaganginn í blokkinni á leið inná bað? Engar áhyggjur. Við erum auðvitað búin að hugsa fyrir öllu þessu.

Þátttakendur í Drulluhlaupi Krónunnar fá armband við afhendingu mótsgagna. Því fylgir aðgangur að sérstöku skolsvæði sem drulluskítugir hlauparar geta farið inn á að hlaupi loknu, andað léttar og skolað af sér mesta skítinn. Armbandið veitir hlaupurum líka endurgjaldslausan aðgang í Varmárlaug og verður þar hægt að skrúbba naflakusk og mold á milli tánna í almennilegri sturtu.

Eruð þið búin að skrá ykkur í Drulluhlaupið á laugardag?

Það verður stuð!

Hér að ofan er kort af hlaupasvæðinu þar sem skýrt kemur fram hvar hlaupið byrjar, hvar það endar og hvar þátttakendur geta skolað af sér.

Skráning fer fram hér: Smella og skrá í hlaup