Fara á efnissvæði
13. september 2017

Opið fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði til verkefna sem tengjast tilgangi sjóðsins. 

Athugaðu að umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 16. október 2017 kl.16.00.

Við úthlutun úr Æskulýðssjóði 2017 verður lögð áhersla á umsóknir frá æskulýðsfélögum og æskulýðssamtökum sem lúta að fjölgun félagsmanna og eflingu innra starfs þeirra, mannréttindafræðslu, verkefnum sem ætlað er að vinna gegn einelti eða einsemd og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Æskulýðssjóður er fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-25 ára.

 

Þessi verkefni fengu styrk

Í febrúar á þessu ári var úthlutað úr Æskulýðssjóði tæpum 4,8 milljónum króna til 13 verkefna.

Á meðal verkefna sem hlutu úthlutun voru Æskulýðsvettvangurinn, sem hlaut eina milljón krónur fyrir átak gegn stafrænu ofbeldi, UMFÍ fékk hálfa milljón krónur fyrir verkefnið Forvarnir unga fólksins og jafn háa upphæð fyrir verkefnið Mín eigin fyrirmynd.

Fyrri úthlutanir má sjá hér: Fyrri úthlutanir

 

Svona á að sækja um

Umsóknareyðublað sjóðsins eru á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís.

Nánari upplýsingar er að finna á síðu Æskulýðssjóðs.  

Næst verður auglýst eftir umsóknum í febrúar 2018.

 

Ítarlegri upplýsingar veita:

Andrés Pétursson, sérfræðingur á mennta- og menningarsviði, í símum 515-5833 / 699-2522 og á netfanginu andres.petursson@rannis.is

Jón Svanur Jóhannsson, verkefnastjóri á mennta- og menningarsviði í síma 515-5820 og á netfanginu jon.svanur.johannesson@rannis.is