Fara á efnissvæði
30. ágúst 2017

Opið fyrir umsóknir í Íþróttasjóð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki í Íþróttasjóð.

Umsóknafrestur er til mánudagsins 2. október næstkomandi. Sjóðurinn er fyrir öll íþrótta- og ungmennafélög, alla þá sem starfa að íþróttamálum og útbreiðslu- og fræðsluverkefni á sviði íþrótta. Sjóðurinn er einnig hugsaður fyrir þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta. Sömuleiðis er hægt að sækja um styrki sem tengjast verkefnum samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.

Hægt er að sækja um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar og í tengslum við rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Dæmi um styrkveitingu er t.d. námskeið og tækja- og áhaldakaup.

Á meðal þeirra verkefna sem hlotið hafa styrki úr Íþróttasjóði í gegnum tíðina eru nýtt dómarakerfi fyrir Dansíþróttasamband Íslands, kynning á ringó, endurnýjun á æfingadýnum, kaup á öryggisbúnaði í fimleikasal, kaup á þjálfunarbúnaði til skotæfinga, forvarnarfræðsla í menntaskólum og langtímarannsókn á þróun hreyfingar og íþróttaiðkun ungra Íslendinga.

Hér má sjá fyrri úthlutanir úr Íþróttasjóði.

Sjá nánari upplýsingar hér:
http://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/

Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson. Hægt er að skrifa honum á netfangið andres.petursson@rannis.is eða heyra í honum í síma 515-5833.