Fara á efnissvæði
25. mars 2025

Opið fyrir umsóknir í sjóði UMFÍ

Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðirnir gagnast afar vel þeim sem leita eftir stuðningi við félags- og íþróttastarf og umhverfisverkefni. 

Umsóknakerfið er í samræmi við stefnu UMFÍ um að nota nútímalegar leiðir. Umsóknarferlið var þvi sett upp með rafrænum hætti. Það auðveldar líka félögum framvegis að skoða eldri umsóknir. 

Í umsóknarferlinu öllu er mælt með því að búa til einn aðgang fyrir hverja deild íþróttafélags. Hagræði er fólgið í því umsóknir safnast saman í kerfinu og geta viðkomandi skoðað fyrri umsóknir sínar.

Rétt til umsóknar úr sjóðunum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

 

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Í samræmi við reglugerð sjóðsins leggur sjóðsstjórn áherslu á að veita styrki til:

Fræðslu- og forvarnaverkefna sem eru til þess fallin að auka þekkingu og fagmennsku innan héraðs, félags og/eða deildar.  i>Þjálfara- og/eða dómaranámskeiða.

Verkefna sem stuðla að aukinni þekkingu og varðveislu á menningu og sögu héraðs, félags og/eða héraðs.

Verkefna og/eða viðburða sem hafa það að markmiði að efla þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjsálfboðaliða í íþróttastarfsemi.

Verkefni sem stuðla að stærðarhagkvæmni og samnýtingu í upplýsingatæknimálum. 

Athygli er vakin á því að sjóðurinn styrkir EKKI tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga.

Styrkur er að öllu jöfnu aldrei hærri en 400.000 kr. Sjóðsstjórn getur þó veitt hærri styrki í undantekningartilfellum.

Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 1. maí næstkomandi.

Ítarlegri upplýsingar og umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð

Umhverfissjóður UMFÍ

Umhverfissjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl ár hvert. Tilkynnt er um styrkveitingar fyrir 15. maí sama ár.

Skilyrði fyrir styrkjum er að styrkþegi sé félagi/félag í UMFÍ og verkefnið sé umhverfisverkefni. 

Ítarlegri upplýsingar og umsóknir í Umhverfissjóð