Fara á efnissvæði
01. júlí 2022

Opnað fyrir skráningu á Unglingalandsmót 5. júlí

Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur ekki verið haldið síðastliðin tvö ár og því mikið gleðiefni að það geti loksins farið að rúlla af stað.

Opnað verður fyrir skráningu á Unglingalandsmót þriðjudaginn 5. júlí næstkomandi.

 

 

Á mótinu er boðið upp á keppni í 23 íþróttagreinum fyrir 11-18 ára þátttakendur frá föstudeginum 26. júlí til laugardagsins 29. júlí.

Greinarnar eru: Biathlon, bogfimi og borðtennis, fimleikalíf, frisbígolf og frjálsar íþróttir, glíma, golf og götuhjólreiðar, hestaíþróttir, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, mótokross og pílukast, rafíþróttir skák starsetning, strandblak og strandhandbolti, sund taekwondo og upplestur.

 

 

Dagskrá mótsins liggur fyrir og er hún bæði geysispennandi og stórskemmtileg. Yfir daginn verður keppt í fjölda greina en boðið upp á tónleika fyrir alla fjölskylduna.

Unglingalandsmót UMFÍ er fjölskylduhátíð fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11-18 ára. Skráningargjald er 8.500 krónur. Allir þátttakendur sem vilja geta komið á mótið og er ekki skilyrði að vera í íþróttafélagi. Fyrir gjaldið fyrir tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna og aðgangur að tónleikum með landsþekktu tónlistarfólki öll kvöld á tjaldsvæðinu, aðgangur að leiksvæði fyrir öll yngri systkini þátttakenda og gleði fyrir foreldra og önnur fylgimenni.

Þú getur séð dagskránna hér fyrir neðan.

Dagskránna og ítarlegri upplýsingar um keppnisgreinar, afþreyingu og tónlistaratriðin er að finna á www.ulm.is

Unglingalandsmót UMFÍ er líka á Facebook