Fara á efnissvæði
29. janúar 2021

Opnað fyrir umsóknir um endurgreiðslu íþróttafélaga

Vinnumálastofnun hefur opnað fyrir umsóknir vegna endurgreiðslu launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.

Það var Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem fól stofnuninni að fylgja málinu eftir.

Með lögum um endurgreiðslu launakostnaðar og verktakagreiðslna er stuðlað að því að íþróttafélög geti hafið óbreytta starfsemi að nýju eftir að þeim var gert að fella niður starfsemi á tilteknu tímabili, að hluta eða jafnvel öllu leyti vegna opinberra sóttvarnararráðstafanna. 

Markmiðið með endurgreiðslunni er að draga úr röskun á íþróttastarfi á Íslandi vegna faraldursins.

Lög um endurgreiðslu launakostnaðar og verktakagreiðslna taka til greiðslna vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna íþróttafélaga, sem hófu störf fyrir 1. október 2020 og vegna félaga sem þurftu að fella niður starfsemi tímabundið, að hluta eða öllu leyti, vegna opinberra sóttvarnarráðstafana á tímabilinu 1. október 2020 til og með 30. júní 2021. 

Umsóknir um greiðslur skulu berast Vinnumálastofnun fyrir 30. september 2021. Eftir það fellur réttur til greiðslu niður.​

 

Smelltu hér og skoðaðu ítarlegar upplýsingar um endurgreiðslur til íþróttafélaga.

UMFÍ hvetur sambandsaðila og aðildarfélög þeirra til að kynna sér skilyrði umsókna vegna endurgreiðslu og nýta sér úrræðið.