Fara á efnissvæði
08. maí 2019

Opnir íbúafundir vegna móta UMFÍ á Höfn og í Neskaupstað

UMFÍ, sambandsaðilar og sveitarfélög sem vinna að undirbúningi Landsmóts UMFÍ 50+ og Unglingalandsmóts UMFÍ í sumar standa fyrir opnum íbúafundum á Höfn á Hornafirði og í Neskaupstað á morgun. Á báðum fundum verður farið yfir dagskrá mótanna og því sem framundan er.

Fyrsti fundurinn verður í kvöld (miðvikudaginn 8. maí)í Nýheimum á Höfn klukkan 20:00.

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Höfn um verslunarmannahelgina. Með UMFÍ standa að því Ungmennasambandið Úlfljótur (USÚ) og Sveitarfélagið Hornafjörður.

Á morgun (fimmtudaginn 9. maí) verður svo opinn íbúafundur í Nesskóla í Neskaupstað vegna Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður í lok júní í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) og sveitarfélagið Fjarðabyggð. Fundurinn hefst klukkan 17:45.

 

Unglingalandsmót UMFÍ 2019

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag til að koma á Unglingalandsmót UMFÍ.

 

 

Skráning á mótið hefst 1. júlí.

Nánari upplýsingar má finna á:

Facebook-síðu Unglingalandsmóts UMFÍ

Vefsíðu mótsins: www.ulm.is

 

Landsmót UMFÍ 50+

Í sumar fer Landsmót UMFÍ 50+ fram í Neskaupstað dagana 28.–30. júní í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) og Sveitarfélagið Fjarðabyggð. 

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eru eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþrótta- eða ungmennafélag til að taka þátt. Allir geta tekið þátt í mótinu á sínum forsendum.

Skráning hefst 15. maí 2019.

Ítarlegar upplýsingar á www.umfi.is.