12. nóvember 2018
Ráðherra frá Eistlandi fræðist um UMFÍ
Indrek Saar, menntamálaráðherra Eistlands, heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ ásamt föruneyti frá eistneska ráðuneytinu í Reykjavík í dag. Ráðherrann fundaði með Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, sem kynnti fyrir honum skipulag UMFÍ, verkefni UMFÍ, Landsmótið og Unglingalandsmótið ásamt Landsmóti UMFÍ 50+ og fleiri verkefni ásamt samstarfsverkefnum. Ráðherrann var sérstaklega áhugasamur um áskoranirnar sem framundan eru á næstu árum.
Ráðherrann er í opinberri heimsókn á Íslandi að kynna sér skipulag íþróttamála hér og árangurinn sem náðst hefur í því að draga úr unglingadrykkju og fleiri þáttum sem snúa að skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi.