Fara á efnissvæði
19. febrúar 2025

Ræddu leiðir til að styrkja íþróttastarfið

„Vinnustofurnar í gær voru vel sóttar og umræðurnar líflegar,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, annar tveggja svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á höfuðborgarsvæðinu. Hún og Hansína Þóra Gunnarsdóttir, sem er hinn svæðisfulltrúinn, hafa í vikunni staðið fyrir vinnustofum með forsvarsfólks íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem rætt er m.a. um leiðir til að efla íþróttastarf á svæðinu. 

Um 20 fulltrúar meginþorra hverfafélaga á höfuðborgarsvæðinu öllu mættu á fundinn í gær. Stefnt er að því að halda þrjár vinnustofur þar sem ræddar verða áskoranir og aðgerðir til að efla starfið. Í dag mæta fulltrúar sérgreinafélaga. 

Fundirnir fara allir fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá fundinum á þriðjudag.