Fara á efnissvæði
07. nóvember 2021

Ragnheiður er formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ

„Við höfum nú skipulagt starfið okkar til næstu tveggja ára, sett saman nefndir eftir málaflokkum og raðað fólki niður á þær,‟ segir Ragnheiður Högnadóttir, sem var kjörin formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ á fundi stjórnarinnar í gær. 

Þetta var fyrsti fundurinn eftir sambandsþing UMFÍ þar sem ný stjórn var kosin.

Á fundinum í gær var Gunnar Þór Gestsson jafnframt kjörinn varaformaður UMFÍ. Hann tekur við af Jóhanni Steinari Ingimundarsyni. Guðmundur Sigurbergsson  var endurkjörinn  sem  gjaldkeri  stjórnar  og  Sigurður Óskar Jónsson sem ritari. Gunnar Þór  og  Ragnheiður  voru  bæði  kosin  eftir  tillögu Jóhanns Steinars,  sem  tók  við  sem formaður UMFÍ í síðasta mánuði.

Stjórnarfólk UMFÍ  fer  með  formennsku í nefndum.  Það  getur  því  byrjað  að  vinna  þótt nefndirnar séu ekki  fullskipaðar, að sögn Ragnheiðar Högnadóttur. 

Á myndinni hér að ofan má sjá þau Jóhann Steinar Ingimundarson, formann UMFÍ, Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, og Ragnheiður Högnadóttir.