22. júní 2023
Rástímar komnir í golfi
![](/media/yapblpgb/_mg_4887.jpg?width=400&height=400&v=1d9a9d92644a2d0 1x)
Búið er að birta rástíma fyrir alla þá sem hafa skráð sig í golf á Landsmóti UMFÍ 50+. Þátttakendur í golfi eiga að hafa fengið tölvupóst þar um en geta líka skoðað rástíma sína á golfbox.
Þeir þátttakendur sem ekki hafa fengið rástíma úthlutað en viss um að þau eigi að vera skráð í golf þurfa að hafa samband við Hólmgeir Þorsteinsson, sérgreinastjóra í golfi í síma 778-2620.
Golf er á dagskrá mótsins laugardaginn 24. júní á milli klukkan 08:30 - 15:00.
Allar upplýsingar um Landsmót UMFÍ 50+ eru á umfi.is