Fara á efnissvæði
24. júní 2023

Regluleg hreyfing bætir árum við lífið

Heilsuefling þátttakenda á Landsmóti UMFÍ 50+ er til fyrirmyndar. Hún sýnir börnum og afkomendum hversu gott það er að hreyfa sig alla ævi. Þau fylgja okkur vonandi eftir og gera jafnvel betur en við þegar röðin kemur að þeim,“ segir Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ.

Hann flutti ávarp við setningu Landmóts UMFÍ 50+ í gær, þakkaði hann þar fjölda sjálfboðaliða sem vinna við það og mótshöldurum á sambandssvæði Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Mótið fer fram í Stykkishólmi um helgina.

Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson, formaður héraðssambandsins, bauð gesti mótsins velkomna og þakkaði sjálfboðaliðum fyrir störf sín. 

 

 

Gunnar afhenti Jakobi Björg­vini S. Jak­obs­syni, bæjarstjóra Stykkishólms, skjöld með áletrun um mótið. Kristján Daðason söng svo lagið Ísland er land þitt í kringum fánahyllingu.

 

Áskorun heldur lífsklukkunni gangandi

Gunnar hélt áfram og benti á að UMFÍ,ásamt fleirum, standur fyrir könnun á hverju ári um lýðheilsu landsmanna.

„Það skiptir engu máli hvaða gögn við skoðum. Allar kannanir sýna að regluleg hreyfing, heilbrigður lífsstíll, heilnæmt mataræði og góður svefn bæta verðmætum árum við lífið,“ sagði hann. Mótahald UMFÍ snýst um heilbrigði, samveru og gleði. Með árunum verður aukin áskorun að halda lífsklukkunni gangandi,“ sagði hann og hvatti meðal annars fólk til að finna gleðina í því að hreyfa sig eitt og með öðrum.

Gunnar hvatti fólk til að finna gleðina í því að hreyfa sig. Góðan félagskap og skemmtileg viðfangsefni. Þá sagði Gunnar lýðheilsugildi móta og viðburða á borð við Landsmót UMFÍ 50+. Kannanir sýni fram á kosti reglulegrar hreyfingar og heilbrigðs lífernis. Hreyfingin bætir árum við lífið. Gunnar hvatti fólk til að nýta sér Göngubók UMFÍ, sem kemur út árlega. Hann megi styðjast við til að finna skemmtilega hreyfingu og útiveru. Ganga upp á Helgafell sé dæmi um góða hreyfingu. Þar geti fólk óskað sér. Góð hreyfing og heilbrigt líf skili því að fólk þurfi ekki að óska sér heilbrigðis.

„UMFÍ gefur út göngubók sem gefur hugmyndir að leiðum til að njóta landsins.  V mælum með göngu á Helgafellið sem hér blasir við ofan við bæinn

Í þjóðsögu um Helgafellið segir að þau sem ganga upp á fellið án þess að líta um öxl og mæla ekki orð af munni fá þrjár óskir uppfylltar – en aðeins ef horft er í austurátt á meðan óskirnar eru bornar upp. Þið megið auðvitað ekki segja nokkrum manni hvers þið óskið ykkur. En hún mun vissulega rætast.