Fara á efnissvæði
20. október 2017

Ríkir gott siðferði í íþróttum?

Ríkir gott siðferði í íþróttum? Leitast verður við að svara þessari spurningu á ráðstefnu sem Siðfræðistofnun stendur fyrir laugardaginn 4. nóvember nk. í Öskju, stofu 132 í Háskóla Íslands. 

Fjölmörg áhugaverð erindi eru á dagskrá ráðstefnunnar. Má þar nefna erindi frá Sabínu Steinunni Halldórsdóttur, landsfulltrúa UMFÍ, um verkefnið Sýnum karakter. Siðfræði, siðferði og íþróttir sem Vilhjálmur Árnason, prófessor, flytur og afstaða almennings til íþróttasiðferðis sem Dr. Guðmundur Sæmundsson flytur. 

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, tekur þátt í pallborðsumræðum ásamt öðrum. Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir eru velkomnir. 

Sjá dagskrá ráðstefnunnar hér