09. október 2019
Sambandsþing UMFÍ 2019 haldið að Laugarbakka
51. sambandsþing UMFÍ verður haldið að Laugarbakka í Miðfirði dagana 11.-13. október. Sambandsþing UMFÍ er haldið annað hvert ár og er það æðsta vald í málefnum UMFÍ. Það sitja fulltrúar allra sambandsaðila UMFÍ, héraðssambandanna 18 og félaganna 11 sem eru með beina aðild að UMFÍ auk stjórnar og starfsfólks.
Þingið verður sett föstudaginn 11. október klukkan 18:00 og verður það með hefðbundnum hætti. Samkvæmt dagskrá verður þinginu slitið sunnudaginn 13. október klukkan 14:00.
Verkefni sambandsþings eru:
- Ræða skýrslu liðins kjörtímabils
- Afgreiða reikninga næstliðins reikningsárs, sem er almanaksárið.
- Lagabreytingar.
- Kosning formanns UMFÍ, 6 stjórnarmanna og 4 í varastjórn, kosning 5 aðalmanna og tveggja varamanna í kjörnefnd, kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.
- Afgreiðsla fjárhagsáætlunar næsta árs.
Í framboði til stjórnar UMFÍ eru eftirfarandi í stafrófsröð og frá sambandsaðila:
Í framboði til formanns:
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ - UFA
Í framboði í stjórn og varastjórn:
- Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – UDN
- Gissur Jónsson – HSK
- Guðmundur Sigurbergsson – UMSK
- Gunnar Gunnarsson – UÍA
- Gunnar Þór Gestsson – UMSS
- Hallbera Eiríksdóttir – UMSB
- Helga Jóhannesdóttir - UMSK
- Jóhann Steinar Ingimundarson – UMSK
- Lárus B. Lárusson - UMSK
- Ragnheiður Högnadóttir – USVS
- Sigurður Óskar Jónsson – USÚ