11. október 2017
Sambandsþing UMFÍ haldið um helgina
50. sambandsþing UMFÍ verður haldið á Hótel Hallormsstað helgina 14. – 15. október. Sambandsþing sitja um 150 fulltrúar allra sambandsaðila UMFÍ, 18 héraðssambanda og 11 félaga með beina aðild, auk stjórnar UMFÍ og starfsfólks.
Sambandsþing UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ, haldið annað hvert ár fyrir 15. nóvember. Sambandsaðilar UMFÍ kjósa fulltrúa til sambandsþings miða við fjölda skattskyldra félaga skv. félagatali í skráningakerfi UMFÍ.
Verkefni sambandsþings eru:
- Ræða skýrslu liðins kjörtímabils
- Afgreiða reikninga næstliðins reikningsárs, sem er almanaksárið.
- Lagabreytingar.
- Marka stefnu UMFÍ á komandi árum.
- Kjósa formann UMFÍ, 6 stjórnarmenn og 4 varastjórnarmenn, kjósa 5 aðalmenn og tvo varamenn í kjörnefnd, kjósa tvo skoðunarmenn og tvo til vara.
- Afgreiða fjárhagsáætlun næsta árs.
Þingið verður sett laugardaginn 14. október klukkan 11:00 og verður það með hefðbundnum hætti. Samkvæmt dagskrá verður þinginu slitið klukkan 15:00 sunnudaginn 15. október.
Dagskrá 50. sambandsþings UMFÍ