Fara á efnissvæði
23. júlí 2021

Samkomutakmarkanir innleiddar að nýju

Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og nálægðarregla tekin upp þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi sunnudaginn 25. júlí. Eins metra nándarregla verður tekin upp að nýju, grímuskylda innleidd á ný þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra reglu.

Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna heimilar með og án snertinga með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými sem skulu skráðir í sæti. Veitingasala óheimil á keppnisstöðum.

Þetta er meginefni nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna COVID-19. Samkomutakmarkanir eru hugsaðar til skamms tíma á meðan verið er að ná tökum á mikilli fjölgun smita síðustu daga, að því er segir í frétt frá ráðuneytinu á vefsíðu Stjórnarráðsins.

Samkomutakmarkanir taka gildi 25. júlí og gilda til og með 13. ágúst.

Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis, með þeirri breytingu að höfðu samráði við sóttvarnalækni að hámarksfjöldi í erfidrykkjum verður 200 manns.

Á vefsíðu Stjórnarráðsins segir að mikilvægt er talið að grípa eins fljótt og auðið er til takmarkana innanlands til að koma böndum á aukna útbreiðslu smita. Með mikilli útbreiðslu og smiti hjá viðkvæmum hópum er hætt við alvarlegum afleiðingum.

HELSTU TAKMARKANIRNAR ERU ÞESSAR

Reglugerð heilbrigðisráðherra

Minnisblað sóttvarnalæknis