Fara á efnissvæði
27. október 2021

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs kynnir starfið um allt land

Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, vinnur þessa dagana að mikilli kynningu á starfi sínu um allt land. Hún heldur kynningarfund í Vallaskóla á Selfossi í dag og verður að til loka nóvember. Um miðjan næsta mánuð verður kynning í beinu streymi.

Við vekjum athygli á breyttri dagsetningu á kynningafundi á Selfossi í dag. Fundurinn verður í Vallaskóla og er gengið inn í húsið frá Engjavegi. 

Streymi

Boðið verður upp á streymi frá kynningu 16. nóvember kl.13:00. Streymið verður sent út á Facebook síðum: ÍBR, ÍSÍ, KFUM, Landsbjargar, LUF, Samskiptaráðgjafa, Skátanna, UMFÍ og Æskulýðsvettvangsins. Kynningin er 1-11/2 klst að lengd.

 

Kynningarferð samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Markmið með starfi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er að slíkt starf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. Með atvikum og misgerðum er átt við andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, einelti og önnur sambærileg tilvik.

Í október og nóvember næstkomandi mun samskiptaráðgjafi ferðast um landið og kynna starfsemina fyrir íþrótta- og æskulýðsfélögum. Á dagskrá kynningarinnar verður:

Óskað er eftir því að á kynninguna mæti forsvarsaðili eða stjórnarmeðlimur félaga eða starfseininga ásamt einhverjum starfsmönnum, leiðbeinendum eða þjálfurum sem vinna oftar í beinum tengslum við þátttakendur og iðkendur. Í kjölfar kynningarinnar verður útbúið efni sem félög geta nýtt sér til að koma skilaboðunum áfram innan sinna raða.

Hvert félag eða starfseining getur mætt á þær kynningar sem staðsettar eru þeim næst en eru að sjálfsögðu velkomin á aðrar kynningar ef sá tími og/eða staður hentar þeim betur.

 

Kynningarnar verða á eftirtöldum stöðum og dagsetningum:

Akureyri fimmtudaginn 14. október. Háskólinn á Akureyri, hátíðarsalur kl.18:30

Húsavík föstudaginn 15. október. Fosshótel Húsavík kl.16:30

Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 20. október. Nýheimar fræðslusetur kl.20:00

Egilsstaðir fimmtudaginn 21. október. Menntaskólinn á Egilsstöðum kl.17:00

Selfoss miðvikudaginn 27. október. Vallaskóli kl.17:30 -ATH breytt staðsetning

Reykjanesbær fimmtudaginn 28. október. Íþróttaakademían í Reykjanesbæ kl.18:00

Borgarnes þriðjudaginn 2. nóvember. Menntaskóli Borgarfjarðar, Hjálmaklettur kl.18:00

Ísafjörður miðvikudaginn 3. nóvember. Stjórnsýsluhúsið kl.18:00

Kópavogur mánudaginn 8. nóvember. Kórinn kl.17:00

Reykjavík mánudaginn 15. nóvember. ÍSÍ Engjavegi 6, Fundarsalur E kl.17:00

Reykjavík þriðjudaginn 16. nóvember. ÍSÍ Engjavegi 6, Fundarsalur E kl.13:00 -STREYMI

Reykjavík miðvikudaginn 17. nóvember. ÍSÍ Engjavegi 6, Fundarsalur E kl.19:00

Hafnarfjörður miðvikudaginn 24. nóvember. Kaplakriki, Sjónarhóll salur kl.17:00