Samstarf við Opna Háskólann í Reykjavík
Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa gert áframhaldandi samkomulag við Opna háskólann í Reykjavík vegna námslínunnar Stjórnendur í þriðja geiranum.
Námið hentar einstaklingum sem starfa nú þegar fyrir, eða vilja starfa fyrir, frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir. Meðal þess sem er kennt er: lagaumhverfið, greining siðferðilega álitamála og siðareglur, stefnumótun, vinna með sjálfboðaliðum, þjónandi forysta og valdefling, samningatækni og stjórnun fjármála. Námið er alls 35 klst. Kennt er á þriðjudögum kl. 09:00 - 16:00. Námið hefst í október og lýkur í desember. Verð er 235.000kr.
UMFÍ er eitt aðildarfélaga Almannaheilla og samstarfsaðili námsins. Sambandsaðilar UMFÍ hljóta 10% afslátt af verði námsins.
Til að nýta sér afslátt UMFÍ á námskeiðið er bent á að hafa samband við Lindu Vilhjálmsdóttur verkefnastjóra námsins í netfangið lindav@ru.is eftir að skráningu er lokið og tengir hún afsláttarkjör UMFÍ við skráninguna.
Frekari upplýsingar um námið er hægt að finna með því að smella HÉR.