Fara á efnissvæði
31. október 2020

Sandra hjá Hamri: Gott fyrir félögin að fá stuðning

„Öll hjálp er vel þegin. Margir hafa greitt æfingagjöld hjá sínu félagi en vita ekki hversu mikið muni fást fyrir gjöldin. Þótt ekki margir hafi farið fram á endurgreiðslu æfingagjalda í vor þar sem flestar deildir Hamars lengdu tímabilið fram í júní er ekki víst að við getum gert það sama núna. Það er svo mikil óvissa. Því er gott fyrir félögin að fá allan þann stuðning sem býðst,‟ segir Sandra Björg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Hamars í Hveragerði.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa kynnt umfangsmiklar aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra.

 

 

Endanlegar útfærslur á tillögunum verða unnar í samstarfi við íþróttahreyfinguna og gert er ráð fyrir að útfærslan liggi fyrir eigi síðar en 10. nóvember 2020.

Í tilkynningu stjórnvalda eru taldar upp nokkrar aðgerðir:

Hamar er aðildarfélag Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK).

 

Sjá: 

Stjórnvöld kynna aðgerðir til aðstoðar íþrótta- og æskulýðsfélögum