Fara á efnissvæði
27. nóvember 2017

Sex ungmenni fengu verðlaun á Bessastöðum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti á Bessastöðum í gær verðlaun í ratleik sem efnt var til Forvarnardeginum í haust.

Sex ungmenni fengu verðlaunin. Það voru þeir Brynjar Óli Ágústsson úr Flensborgarskóla, Kristófer Sigurðarsón úr Tækniskólanum og Erling Snær Viðarsson grunnskóla Grindavíkur og þær Ásdís Ýr Þorgeirsdóttir, nemandi við Grundaskóla, Iðunn Ósk Jónsdóttir úr Flúðaskóla og Birna Marín Viðarsdóttir, sem er nemandi við Verkmenntaskóla Austurlands.

UMFÍ er á meðal þeirra sem standa að Forvarnardegi forseta Íslands. Bakhjarl Forvarnardagsins er lyfjafyrirtækið Actavis og flutti Valur Einarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, ávarp í tilefni dagsins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt líka erindi og lagði hann í því áherslu á gildi þess fyrir ungt fólk að njóta lífsins án fíkniefna.

Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, voru viðstödd verðlaunaafhendinguna fyrir hönd UMFÍ.

Á myndinn má sjá ungmennin ásamt forseta Íslands og framkvæmdastjóra Actavis.