25. desember 2021
Síðasta tölublað Skinfaxa 2021 komið út!
Þetta eru nú meiri jólin! Aldeilils spennandi. UMFÍ bætir hér síðustu jólagjöfinni í pakka landsmanna því nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, er komið út. Blaðið er komið í dreifingu og öðru hvoru megin við bréfalúgu dyggra áskrifenda um allt land. Blaðið er hægt að nálgast í sundlaugum, íþróttahúsum og mörgum fleiri stöðum.
Blaðið er stútfullt af brakandi fersku, spennandi og gríðarlega fróðlegu efni úr ungmennafélagshreyfingunni.
Á meðal efnis í blaðinu:
- Helgi Gunnarsson í viðtali: Endurreisn Ungmennasambandsins var byrjunin á þessu öllu.
- Dásamlegt að deila hlaupagleði með öðrum á Höfn.
- Knattspyrnukonan Elísa Viðarsdóttir og íþróttafólk kennir réttu tökin í eldhúsinu.
- Tónlistarkonan Bríet á góðar minningar úr Ungmennabúðum UMFÍ.
- Dr. Ágúst Einarsson mælir með því að nýta sterkan íþróttageira til að bæta heilsu aldraðra í framtíðinni.
- Smábæjaleikarnir sameina iðkendur fámennra bæja.
- Nýtt tímabókunarkerfi sparar 2–3 vinnudaga.
- Námskeið um svefn, lýðheilsu og verkefni sem ná til nýrra Íslendinga.
- Sunddeildin leigði Ungmennabúðirnar.
- Allskonar og myndir frá sambandsþingi UMFÍ á Húsavík.
- Og miklu, miklu meira…
Smellið á myndina, lesið blaðið og deilið því til vina og vandamanna um jólin.
Gleðileg jól.