Fara á efnissvæði
31. mars 2022

Sigmar hjá USVS sæmdur Gullmerki UMFÍ

Sigmar Helgason, fyrrverandi formaður USVS, var sæmdur gullmerki UMFÍ á þingi Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) sem fram fór á Hótel Laka á þriðjudag. Á þinginu var þeim Kristínu Lárusdóttur, Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur og Evu Dögg Þorsteinsdóttur jafnframt veitt starfsmerki fyrir störf þeirra í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Engar breytingar urðu á stjórn USVS og var Fanney Ásgeirsdóttir endurkjörinn formaður.

Ragnheiður Högnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ, var fulltrúi UMFÍ á þinginu. Hún flutti kveðju frá stjórn og hélt stutta tölu um viðburði UMFÍ á árinu, Íþróttaveislu UMFÍ sem haldin verður frá því snemma í júní til byrjunar september, Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi og Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Selfossi um verslunarmannahelgina. Hún afhenti jafnframt viðurkenningar fyrir hönd UMFÍ.

 

Gullmerki og starfsmerki

Hér fara upplýsingar um þau sem fengu viðurkenningar UMFÍ.

 

Sigmar Helgason

Sigmar hefur verið á fullu í starfi USVS. Hann hefur verið tengdur íþróttum frá barnsaldri. Hann byrjaði ungur í félagsmálum og tók til starfa í stjórn Ungmennafélagsins Ármanns þegar hann var 16 ára.  Þar hefur hann verið mörgun hlutverkum: stjórnarmaður, formaður, þjálfari og dómari.  

Hann hefur setið í stjórn USVS oftar en einusinni og þar af verið formaður tvisvar.

Hann hefur því í nærri 50 ár unnnið fyrir félög á svæðinu.

Við undirbúnig móta og skipulagningu þeirra er Sigmar fyrsti maður til að leggja sitt af mörkum og tryggja að allt utanum hald sé tilbúð þegar mótið byrjar.

Margt hefur breyst í starfinu á þessum tíma og þá kannski sérstaklega hvað varða búnað til íþróttaiðkunnar og mótahalds.

Með þessar viðurkenningu vill UMFÍ þakka Sigmari  fyrir störf sín í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfa.

 

Kristín Lárusdóttir

Kristín Lárusdóttir hefur verið í forystusveit bæði Hestamannafélagsins Kóps og Ungmennafélagsins Ármanns síðustu 30 ár. Hún hefur verið í stjórn Hestamannafélagið Kóps í mörg ár  og hefur komið mikið að æskulýðsstarfi félagsins. Hún hefur verið með reiðnámskeið fyrir  börn og oft hefur reiðaðstaðan hennar verið notuð í námskeiðahald og æskulýðsstarf.

Síðustu ár hefur Kristin einnig verið í stjórn Ungmennafélagsins Ármanns en áður en hún kom í stjórn var hún virkur sjálfboðaliði t.d. í mótahaldi félagsins og USVS. Kristín hefur verið mjög dugleg að keppa í hestaíþróttum og hefur náð mörgum glæsilegum áföngum gegnum  tíðina. Hennar stærsta afrek var þegar hún varð heimsmeistari í Tölti árið 2015. 

Með þessar viðurkenningu vill UMFÍ þakka henni  fyrir störf sín í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfa.

 

Fanney Ólöf Lárusdóttir

Fanney Ólöf Lárusdóttir er búin að vera formaður Ungmennafélagsins Ármanns síðustu ár og hefur borið hita og þunga af því góða starfi sem þar fer fram. Hún er einnig virkur félagsmaður í hestamannafélaginu Kópur og hefur unnið sem sjálfboðaliði í mótahaldi innan USVS.

Fanney Ólöf hefur verið formaður Ungmennafélagsins Ármanns síðan árið 2019 og er einstaklega öflug í að skipuleggja og halda utan um fjölbreytt íþróttastarf í Skaftárhreppi. Fanney hefur ekki bara verið í skipulagningu heldur er hún blakþjálfari hjá börnum og konum í Skaftárhrepp. Hún hefur verið með íþróttaskóla fyrir leikskólabörn og séð um gönguferðir með eldri borgurum. Það má því segja að hún komi að öllu íþróttastarfi í hreppnum. Fanney Ólöf er varamaður í stjórn USVS og hefur í tugi ára verið virkur sjálfboðaliði í mótahaldi innan sambandsins. 

Með þessar viðurkenningu vill UMFÍ þakka henni  fyrir störf sín í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfa.

 

Eva Dögg Þorsteinsdóttir

Eva Dögg Þorsteinsdóttir hefur starfað sem formaður Ungmennafélagsins Kötlu frá árinu 2019. Eva Dögg hefur verið framúrskarandi dugleg og drífandi og unnið óeigingjarnt starf í þágu Ungmennafélagsins Kötlu.

Eva Dögg hefur lagt mikla vinnu í að gera starfið í Ungmennafélaginu Kötlu lifandi og áhugavert fyrir þátttakendur og lætur sannarlega verkin tala. Íþróttastarf Kötlu hefur verið fjölbreytt og lögð áhersla á að vera með starf sem hvetur til hreyfingar. Eva er jákvæð og full af eldmóð þegar kemur að félagsstarfinu og hefur markað farsæl spor fyrir Kötlu. Eva Dögg er virkur sjálfboðaliði í starfi USVS.

Með þessar viðurkenningu vill UMFÍ þakka henni  fyrir störf sín í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfa.