Fara á efnissvæði
20. janúar 2025

Sigríður Inga: Sér aukið samstarf á milli íþróttahéraða

Sigríður Inga Viggósdóttir er í hópi átta svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Norðurlandi eystra og horfir til þess að svæðisstöðvarnar horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.

Rætt var við starfsfólk svæðisstöðvanna í Skinfaxa á síðasta ári, rætt um bakgrunn fólksins og væntingar til starfsins.
 

Nafn: Sigríður Inga Viggósdóttir.

Aldur: 40 ára.

Búsettur: Sauðárkróki.

Starfsstöðin: Víðigrund á Sauðárkróki.

Menntun og fyrri störf: Bsc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Bakgrunnur í íþróttum? Ég hef æft íþróttir frá ungaaldri, körfubolta, fótbolta, frjálsar íþróttir, sund, golf og skíði. Ég hef líka verið sjálfboðaliði í íþróttastarfi frá ungaaldri og selt alltof marga kúrekahatta og annan varning til stuðningsfólks körfuknattleiksdeildar Tindastóls.

Hvað vantar í umhverfi íþrótta? Það má alltaf gera gott starf enn betra og mikilvægt að vera með menntaða þjálfara og fólk sem hefur áhuga á að umgangast börn, sem veitir þeim hlýju og skilning.

Brennur þú fyrir einhverju tilteknu sem þú vilt sjá verða að veruleika? Það er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að stunda íþróttir. Við verðum því að passa að íþróttastarf verði ekki eins og lúxusvara. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi og upplifun fólks á að það sé hluti af hópi gefur manni svo ótal mörg verkfæri í leik og starfi.

Hvernig lýst þér á hópinn? Mér lýst svakalega vel á hópinn. Í honum er mikið af reynsluboltum með fjölbreytta reynslu og þekkingu úr íþróttastarfi.

Hvaða væntingar hefurðu til vinnu starfshóps svæðisstöðvanna? Ég vænti þess að svæðisstöðvarnar geti létt undir og samræmt starfsemi íþróttahéraða og félaga um allt land og vona að okkur takist að fjölga ungum iðkendum í íþróttum. Við vitum öll að það er best í heimi.

Hvaða væntingar hefurðu til vinnu starfshóps svæðisstöðvanna? Ég vona að við náum að gera gott starf enn betra og að við náum að samræma stjórnunarhætti íþróttahéraða og félaga. Við þurfum að styðja við alla þá sjálfboðaliða sem reka íþróttahreyfinguna og efla hana enn frekar. Við þurfum að gera öllum kleift að stunda íþróttir.

Hvernig sérðu fyrir þér árangur af vinnunni á næstu árum? Aukið samstarf á milli deilda innan íþróttafélaga og aukið samstarf á milli íþróttahéraða. Við erum öll að vinna að sömu markmiðum og við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið.

 

Meira um svæðisstöðvar íþróttahéraðanna

Á þingum ÍSÍ og UMFÍ í fyrra voru samþykktar tillögur um eflingu íþróttastarfs á landsvísu og að koma á fót átta svæðisstöðvum um allt land.

Tveir starfsmenn eru á hverri svæðisstöð. Störfin voru auglýst í vor og bárust meira en 200 umsóknir um þau. Búið er að manna allar stöður og vinna er komin á fullt á svæðisstöðvunum um allt land. Hlutverk svæðisstöðvanna er að þjónusta með samræmdum hætti íþróttahéruðin í nærumhverfi hvers þeirra. Horft er til þess að sterkari íþróttahéruð og svæðisstöðvar um allt land auki skilvirkni innan íþróttahreyfingarinnar í heild og geri hverju íþróttahéraði kleift að takast á við núverandi og fyrirséð verkefni, styrki stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu, stuðli með þeim hætti að farsæld barna og allra þeirra sem nýta þjónustu íþróttahreyfingarinnar.

Viðtalið er í 2. tölublaði Skinfaxa, sem kom út á síðasta ári. 

Í blaðinu er líka hægt að lesa viðtöl við hina svæðisfulltrúana. Þau koma líka á umfi.is. Þú getur smellt á nöfn þeirra eftir því sem viðtölunum vindur fram:

 

Nöfn svæðisfulltrúa: 

Höfuðborgarsvæðið: Hansína Þóra Pétursdóttir / Sveinn Sampsted.

Vesturland: Álfheiður Sverrisdóttir / Heiðar Mar Björnsson.

Vestfirðir: Birna Hannesdóttir / Guðbjörg Ebba Högnadóttir.

Norðurland vestra: Halldór Lárusson / Sigríður Inga Viggósdóttir.

Norðurland eystra: Kristján Sturluson / Þóra Pétursdóttir.

Austurland: Erla Gunnlaugsdóttir / Jóhanna Íris Ingólfsdóttir.

Suðurland: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir / Rakel Magnúsdóttir.

Suðurnes: Petra Ruth Rúnarsdóttir / Sigurður Friðrik Gunnarsson.

 

Hægt er að lesa Skinfaxa í heild sinni á umfi.is. Líka er hægt að smella á myndina hér að neðan og opna blaðið.