Fara á efnissvæði
04. apríl 2022

Sjóðir UMFÍ

UMFÍ minnir á umsóknarfesti sjóða sinna. Umsóknarfrestur í Umhverfissjóð er til og með 15. apríl og í Fræðslu- og verkefnasjóð til og með 1. maí nk.

 

Fræðslu og verkefnasjóður

Markmið Fræðslu- og verkefnasjóðs er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Athygli er vakin á því að sjóðurinn styrkir ekki tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga.

Nýjar vinnureglur og matskvarði 

Sjóðsstjórn Fræðslu- og verkefnasjóðs hefur sett fram vinnureglur og matskvarða til þess að auka gagnsæi og tryggja fagleg vinnubrögð sjóðsstjórnar. Sjóðsstjórn mynda þau Sigurður Óskar Jónsson formaður, Hallbera Eiríksdóttir og Lárus Brynjar Lárusson. Öll eru þau fulltrúar í stjórn UMFÍ. Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér þessar nýju reglur. Umsókn þarf að hljóta að lágmarki 50 stig til þess að vera metin styrkhæf. 

Áherslur í úthlutun

Í samræmi við reglugerð sjóðsins leggur sjóðsstjórn áherslu á að veita styrki til verkefna sem:

Fyrir úthlutanir 2022 er lögð áhersla á átaksverkefni til þess að snúa við brottfalli barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19.
Átaksverkefni til aukinnar þátttöku á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Umsóknarfrestir eru tveir á ári, 1. maí og 1. nóvember. 

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu UMFÍ. 

Smelltu hér til þess að sækja um. 

 

Umhverfissjóður

Umhverfissjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Umsóknarfrestur er 15. apríl ár hvert. Tilkynnt er um styrkveitingar fyrir 15. maí sama ár. Skilyrði fyrir styrkjum er að styrkþegi sé félagi/félag í UMFÍ og verkefnið sé umhverfisverkefni. 

Smelltu hér til þess að sækja um.