Fara á efnissvæði
23. júní 2023

Skagamenn vörðu titil í boccía

Skagamenn vörðu titil sinn í boccía annað árið í röð á Landsmóti UMFÍ 50+. Mótið fer fram í Stykkishólmi. Í öðru og þriðja sæti voru tvö lið Ísfirðinga.

Keppnin var afar hörð en jöfn og skemmtileg.   

Mjög fjölmennt var í boccía á mótinu en 24 lið voru skráð til leiks, sem var átta fleiri en á mótinu í fyrra.

Sérgreinastjóri í boccía var Flemming Jessen og stýrði hann mótinu svo vel að keppnin tók mun skemmri tíma en gert var ráð fyrir.

Í fyrri umfjöllun sagði að Borgfirðingar hafi verið í öðru og þriðja sæti. Það er ekki rétt, því miður fyrir Borgfirðinga því ekki geta allir unnið. En rétt skal vera rétt og Ísfirðingar tóku silfur og brons eftir jafna og skemmtilega leiki.