Skarphéðinn hjá ÍA: Hvetjum iðkendur til að vera duglega
Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög standa frammi fyrir ýmis konar áskorunum í starfi sínu til að draga úr útbreiðslu COVID-19 faraldursins. En hvernig er brugðist við? Hér segir Skarphéðinn Magnússon, yfirþjálfari yngriflokka Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA), hvernig þar á bæ er brugðist við.
Nú standið þið frammi fyrir ýmiskonar áskorunum hvað varðar starfið hjá ykkur. Hvernig hafið þið verið að leysa þessar áskoranir?
Við erum að leysa þetta líklegast eins og flest félög, hvetjum iðkendur okkar til að vera duglega að halda áfram að hreyfa sig. Við gefum þeim áhveðinn verkefni á hverjum degi, við sendum út heimaæfingar á hverjum degi sem þau geta síðan leyst yfir daginn.
Við nýtum okkur Sportabler til að setja upp æfingar fyrir iðkendur.
Við sendum yngri iðkendum (5.fl - 7.fl) tækniæfingar sem hægt er að gera nánast hvar sem er inni í stofu, herbergi eða bara hægt að fara út með bolta.
Við sendum eldri iðkendum (4.fl - 3.fl.) bæði styktaræfingar og hlaup sem þau geta gert sjálf heima. Við sendum styktaræfingar á þau og svo myndband af hverri æfingu sem þau geta gert heima.
Sportabler hefur síðan sent á alla iðkendur hugaræfingar. Það er frábært framtak hjá þeim.
Við bíðum eftir frekari tilmælum frá yfirvöldum hvernig næstu vikur verða. Við munum síðan vinna út frá því.
Við munum halda áfam að senda heima æfingar á krakkana á meðan við megum ekki æfa saman og nýtta tæknina til að koma þeim til þeirra.
Hvernig nærir þú sjálf/ur líkama og sál þessa dagana?
Maður hefur auðvitað mun meiri tíma en venjulega til að verja með fjölskyldu og það er dýrmætt. Þar sem starf þjálfara er þannig að maður er ekki heima um helgar og eftir „venjulegan‟ vinnutíma. Síðan reynir maður að halda rútínu þó maður sé ekki með æfingar, sem er mikilvægt að gera.
Óraði fyrir þig einhvern tíma að þú ættir eftir að standa frammi fyrir svona ástandi?
Nei, ég get ekki sagt það og held að engan hafi órað fyrir því að standa frammi fyrir svona verkefni. Þetta sýnir að maður þarf að takast á við ólík verkefni sem starfsmaður í tómstundastarfi alla daga. Verkefnin geta verið stór og smá. Þetta verkefni eins og önnur geta kennt manni mikið.