Fara á efnissvæði
30. maí 2024

Skilafrestur rennur upp á morgun!

Frestur til að skila starfsskýrslum rennur út á morgun, föstudaginn 31. maí. 

Starfsskýrsluskil þurfa að innihalda upplýsingar um iðkendur  og félagsmenn á síðasta starfsskýrslutímabili, þ.e. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2023. 

Aðrar upplýsingar:

Innslegnar lykilupplýsingar úr ársreikningum fyrir síðasta starfsár (2023).

Upplýsingar um núverandi stjórn og starfsfólk.

Skila skoðuðum ársreikningi og núgildandi lögum í pdf. formi.

ÍSÍ og UMFÍ hvetja alla til að endurskoða félagaskrár sínar og yfirfara vel svo upplýsingar í nýja kerfinu. Með því verður einfaldara fyrir alla aðila að halda vel utan um félagatalið og uppfæra á milli ára. Ávallt er það á ábyrgð hvers félags að yfirfara félagatal sitt áður en það er lesið inn og staðfesta réttan fjölda við skil.

ÍSÍ og UMFÍ árétta að gögnin í kerfinu verða aðeins rétt ef allir vanda sig og fara vel yfir þau gögn sem eru send inn og staðfest.

Afar áríðandi er að ofangreindar upplýsingar skili sér til þess aðila innan hvers félags sem annast á starfsskýrsluskilin.

ÍSÍ og UMFÍ hvetja alla til að endurskoða félagaskrár sínar og yfirfara vel svo upplýsingar í nýja kerfinu svo allar upplýsingar verði réttar. Með því verður einfaldara fyrir alla aðila að halda vel utan um félagatalið og uppfæra á milli ára. Ávallt er það á ábyrgð hvers félags að yfirfara félagatal sitt áður en það er lesið inn og staðfesta réttan fjölda við skil.

 

Nánari upplýsingar varðandi starfsskýrsluskil veitir Elías Atlason. Netfang hans er elias@isi.is og sími 514 4000. Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef spurningar vakna.