07. maí 2021
Skinfaxi: Brakandi fersk blað með öllu því skemmtilega hjá UMFÍ
Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, er komið út og er það aðgengilegt fyrir alla á netinu. Blaðið er auðvitað eins og alltaf stútfullt af brakandi fersku efni um allt það skemmtilega sem er að gerast innan ungmennafélagshreyfingarinnar, með ráðum fyrir sjálfboðaliða, stjórnendur, þjálfara og iðkendur hjá félögum af öllum stærðum.
Á meðal efnis í blaðinu:
- Kári Viðarsson í Reyni Hellissandi er kampakátur með fyrsta leik liðsins á heimavelli – enda næstum 30 ár síðan stefnt var að vígslu vallarins.
- Klappstýrur í Kópavogi fengu hvatningarverðlaun UMSK.
- Páll hjá Héraðssambandinu Hrafna-Flóka segir mikilvægt að sýna andstæðingum sínum virðingu.
- Emblu Líf í Ungmennaráði UMFÍ finnst magnað að tala við fólk í öðrum ungmennaráðum.
- Ertu með frístundastyrk eða hvatagreiðslur? Hvað er styrkurinn hár? Allt um frístundastyrki á landinu.
- Þjálfarinn og fyrirlesarinn Pálmar Ragnarsson segir mikilvægt að vera með metnaðarfulla þjálfara í starfi yngri flokka.
- Pétur Hrafn: Hagræðing úrslita er mesta ógnin við íþróttir.
- Líf og fjör í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni.
- Grasrótin setur mark sitt á stefnu UMFÍ
- Mega íþróttafélög birta gamlar myndir úr starfinu á samfélagsmiðlum?
- Sameinaðir sjóðir nýtast betur.
- Lárus B. Lárusson, stjórnarmaður í UMFÍ, skrifað um nauðsyn þess að efla íþróttahéruð landsins.
- Ungt fólk vill taka þátt í félagsstarfi.
Þú getur smellt á hlekkinn hér að neðan og lesið nýjasta tölublað Skinfaxa!