Skinfaxi er stútfullur af spennandi efni
Fjórða og síðasta tölublað Skinfaxa, tímarit UMFÍ, á árinu 2018 kom úr prentun á milli jóla og nýárs og ætti að vera komið til allra áskrifenda og sambandsaðila.
Forsíðu blaðsins Hjörtur Andri Pétursson, níu ára sem æfir fimleika hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og vinkonur hans. Hafsteinn Snær Þorsteinsson, tók myndina. Rætt er við móður Hjartar í blaðinu. Hjörtur æfir fimleika með vinkonum sínum og keppir við þær líka. Almennt keppa drengir ekki með stúlkum í fimleikum. Móðir hans gerir allt sem í hennar valdi stendur til að leyfa honum að vera lengur með stelpunum en veit að þegar hann eldist fær hann ekki að keppa lengur með þeim.
Hvað er þá til ráða? Fjallað er um málið í Skinfaxa.
Tímaritið Skinfaxi er sem fyrr stútfullt af spennandi og fróðlegu efni. Áhersla blaðsins er að það sé fræðandi bæði fyrir almenna lesendur en ekki síst stjórnendur og þjálfara í ungmennafélagshreyfingunni sem geti haft gagn af því í starfi sínu.
Á meðal efnis í blaðinu:
- Ungmennafélögin í Kópavogi halda sameiginlegt þorrablót og vinna saman á fleiri sviðum.
- Formaður körfuknattleiksdeildar Hattar vill ekki sjá ofbeldismenn í íþróttum.
- UMSB innleiðir verkfærakistu Sýnum karakter.
- Hvernig eiga samskipti að vera í íþrótta- og æskulýðsstarfi?
- Ótrúlega mikil aðsókn í Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ.
- Hvað er að frétta af framtíðinni?
- Kanadískur sérfræðingur segir gleðina halda fólki lengur í íþróttum.
- Áskorun að vera ekki innan rammans.
- Komið til móts við iðkendur.
- Urðu að gefa Ronju frelsi.
- María Helga hjá Samtökunum ´78: Tökum á móti hverjum einstaklingi eins og hann er.
- Það er verið að byggja íþróttamannvirki út um allt!
- Forstjóri Persónuverndar: Ekki enn ljóst hvernig hefur gengið að innleiða nýju persónuverndarlöggjöfina.
- Samstarfsverkefni íþróttahreyfingar: Árborg-Árósar.
- Það styttist í lög um lýðháskóla.
- Svipmyndir úr starfi UMFÍ.
- Marteinn Sigurgeirsson gerði mynd um Landsmót UMFÍ á HSK-svæðinu.
- Hvatapeningarnir hækka í Skagafirði.
- Hadda hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Algjör sprengja í Grindavík
Hægt er að nálgast eintak af blaðinu í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum um allt land og á öðrum stöðum sem fólk á hreyfingu sækir.
Skinfaxi er málgagn UMFÍ sem kemur út fjórum sinnum ári. Blaðið hefur komið óslitið út frá árinu 1909. Efnistökin eru fjölbreytt og áhugaverð, stútfull af efni úr hreyfingunni.
Skinfaxi er líka til á rafrænu formi. Hér er að smella á forsíðu blaðsins og lesa það á PDF-formi: