Fara á efnissvæði
04. febrúar 2020

Skoði breytingu á skattalegu umhverfi íþrótta- og ungmennafélaga

Tækifæri eru til að útvíkka skattalega hvata gefenda til lögaðila sem starfa að almannaheillum í þriðja geiranum, styrkja starfsemi þeirra með skattalegum ívilnunum og efla og styrkja skattalega umgjörð og skráningu slíkra lögaðila hjá embætti ríkisskattstjóra.

Þetta eru niðurstöður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um skattalegt umhverfi þessarar starfsemi, sem m.a. snýr að íþróttafélögum, björgunarsveitum, góðgerðarfélögum og mannúðarsamtökum.

UMFÍ hefur látið sig málið varða og sent inn umsagnir á síðasta ári um nokkur mál í umsagnarferli. Þar á meðal við frumvarpi til laga um breytingu á frádrætti vegna gjafa og framlaga og frumvarpi til laga um félög til almannaheilla.

Í báðum tilvikum var borið saman skattalegt umhverfi félaga í þriðja geiranum hér og í nágrannaríkjunum, ólíkur erfðafjárskattur hér og þar og svo framvegis auk möguleika á endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðföngum.

 

Tillögur sem styrkja félagasamtök

Markmið vinnu starfshóps ráðherra var að leggja fram tillögur til að styrkja skattalegt umhverfi þriðja geirans og hefur starfshópurinn skilað skýrslu til ráðherra.

Fram kemur í skýrslunni og á vef fjármála- og efnahagsráðuneytis að alþjóðlegur samanburður hafi leitt í ljós að víðast hvar í nágrannaríkjum okkar væru skattalegir hvatar víðtækari fyrir gefendur vegna fjárframlaga eða annarra framlaga til slíkrar starfsemi. Auk þess væru slíkir hvatar víðtækari fyrir þiggjendur slíkra framlaga. Var það mat starfshópsins að tækifæri væru til þess að útvíkka skattalega hvata, annars vegar fyrir gefendur og hins vegar fyrir þau félög sem teljast til almannaheilla.

Auk þess var það mat starfshópsins að rétt væri að nýir skattalegir hvatar yrðu lögfestir til að stuðla enn frekar að eflingu þeirrar mikilvægu starfsemi lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir þriðja geirann.

Með auknum skattalegum hvötum fyrir starfsemi til almannaheilla og framlaga til slíkrar starfsemi munu skattaleg og rekstrarleg skilyrði slíkrar starfsemi verða efld og færast nær skattalegum ívilnunum í nágrannaríkjum okkar.

Helstu tillögur starfshópsins: