Fara á efnissvæði
25. nóvember 2021

Skráning á Almannaheillaskrá

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu Almannaheillaskrá Skattsins. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum, sjóðum og stofnunum sem hafa með höndum óhagnaðardrifna starfsemi til almannaheilla.  Gjafir og framlög til slíkra lögaðila skapa frádráttarheimild hjá gefendum. Listi yfir viðurkennda lögaðila hvers árs verður birtur á heimasíðu Skattsins.

Umsókn um skráningu á almannaheillaskrá er rafræn í gegnum þjónustuvef Skattsins.

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum almannaheillafélögum að nýtt skattaumhverfi slíkra félaga tók gildi 1. nóvember síðastliðinni samanber lög nr. 32/2021 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla) og lög nr. 110/2021 um félög til almannaheilla.

Síðustu daga hafa borist tilkynningar og leiðbeiningar frá Skattinum um hvernig skrá eigi og breyta skráningu félaga í almannaheillafélag þannig að þau fari inn á Almannaheillafélagaskrá.

Nú í vikunni komu leiðbeiningar um skráningu á Almannaheillaskrá sem er jafnframt skilyrði fyrir því að geta nýtt sér ávinning af breyttu lagaumhverfi. 

Athugið að gjald vegna skráningar á breytingu á félagi kostar 2.000 kr. en gjald vegna nýskráningar á almannaheillafélagi er 30.000 kr.

Eftirfarandi eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga:

 

Umfjöllun um málið og ítarlegar leiðbeiningar má finna á www.almannaheill.is.