Skráning hafin á Unglingalandsmótið
![](/media/1jbh0swx/52304629617_fd047e5073_k.jpg?width=400&height=400&v=1dace0349353b20 1x)
Opið er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Búast má við heilmikilli gleði á þessari fjölskyldu- og íþróttahátíð sem fram fer á hverju ári. Mótið er að þessu sinni haldið með Ungmennasambandi Borgarfjarðar og sveitarfélaginu Borgarbyggð.
Þátttökugjald er aðeins 9.400 krónur.
Með miða á mótið fylgir aðgangur að keppnisgreinum fyrir einn þátttakanda á aldrinum 11 - 18 ára, aðgangur að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna, en greiða þarf sérstaklega fyrir rafmagn og er það gert í gegnum skráningarkerfi mótsins.
Athugið að verð fyrir rafmagn er 4.900 krónur til 29. júlí. Eftir þann tíma hækkar verðið í 6.900 krónur.
Einnig er innifalið í miðaverðinu aðgangur að allri afþreyingu á mótinum, tónleikar á hverju kvöldi og aðgangur í sundlaugar í Borgarbyggð.
Öll kvöldin verður tónlistardagskrá í stóru tjaldi á tjaldsvæðinu. Þar koma fram meðal annars: DJ Ísak & Ernir, Jón Jónsson, Sigga Ózk, hljómsveitin Meginstreymi, Björgvin úr IDOL og Júlí Heiðar.
Við skráningu velur þú fyrst þátttökugjald á Unglingalandsmót UMFÍ eftir því hvaða íþróttahéraði þú tilheyrir á landinu. Einnig er hægt að skrá sig án héraðs / félags. Athugið að sum íþróttahéruð niðurgreiða þátttökugjald að hluta eða öllu leyti fyrir þátttakendur á sínu svæði. Að þessu loknu velurðu greinar og hvort þið viljið aðgang að rafmagni.
![](/media/44nfvfwi/20220730_222919.jpg?width=524&height=524&v=1dace0325473ba0 1x)
![](/media/aiggkwdr/449434625_875295234632575_2962837445171571850_n.jpg?cc=0,0.0000000000000001187329897876,0.0000000000000001187329897876,0&width=524&height=524&v=1dace032476a530 1x)
![](/media/d5ogjj4h/heimasíða-39.jpg?cc=0.12358574187073157,0,0.2097475914626016,0&width=524&height=524&v=1d9ab56c7659240 1x)