Fara á efnissvæði
01. september 2020

Snorri Steinn gefur íþróttaskó úr safni sínu

„Konan mín er búin að segja mér að gefa skóna í þónokkurn tíma. Og nú geri ég það loksins. Þetta er algjörlega hennar hugmynd. Ég hef heldur ekkert við skóna lengur að gera og hefði átt að vera löngu búinn að gera þetta,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, handboltaþjálfari hjá Val og fyrrverandi landsliðsmaður.

Hann mætti á Hlíðarenda í dag með ellefu pör af litríkum handboltaskóm, stillti þeim upp í anddyri íþróttahússins og gefur þeim sem vilja og á þurfa að halda. Nú eða vilja eiga skó úr safni Snorra Steins. Það er nú ekki leiðinlegt að eiga skó Snorra Steins sem kom heim með silfur í handbolta af Ólympíuleikunum í Beijing árið 2008 og brons frá EM í Austurríki árið 2010.

Um talsverðan fjölda af handboltaskóm er að ræða í stærðinni 42,5.

Nær allir eru þeir ónotaðir og því sem nýir.

Snorri Steinn hvetur annað íþróttafólk til að gefa skó sem það á í skápum og skúmaskotum og lítið eða ekkert nýttir.

„Ég veit að íþróttafólk á þetta á lager,“ segir hann.

 

Valur er aðildarfélag ÍBR, sambandsaðila UMFÍ. Sambandsaðilar UMFÍ eru 28 talsins sem skiptast í 21 íþróttahérað og 7 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 460 félög innan UMFÍ með rúmlega 300 þúsund félagsmenn.