Fara á efnissvæði
24. febrúar 2020

Stefanía og Sigurþór sæmd starfsmerki UMFÍ

Stefanía S. Kristjánsdóttir og Sigurþór Sævarsson voru sæmd starfsmerki UMFÍ á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, sem fram fór í síðustu viku.

Sigurþór hefur starfað innan sunddeildar Keflavíkur og er með tíu ára stjórnarsetu í deildinni.

Stefanía hefur starfað innan badmintondeildar Keflavíkur og er með ellefu ára stjórnarsetu í deildinni.

Á aðalfundinum var Einar Haraldsson endurkjörinn formaður félagsins. Á hinn bóginn urðu breytingar á stjórn því þau Þórður Magni Kjartansson og Bjarney S. Snævarsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs inn í aðalstjórn. Þórður Magni var búin að vera tuttugu og fjögur ár í aðalstjórn og tuttugu og tvö ár sem gjaldkeri. Bjarney S. Snævarsdóttir var búin að vera tuttugu og tvö ár í aðalstjórn og sem ritari í sex ár.

Nýr inn í aðastjórn var kjörin Garðar Newman og Eva Sveinsdóttir kom upp úr varastjórn.

Í lok fundar voru þau Þórður Magni og Bjarney heiðruð með gullheiðursmerki Keflavíkur og þeim þakkað fyrir þeirra framlag til íþróttanna í Keflavík.

Vefsíða Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags

 

Á myndinni hér að ofan má sjá þau Stefaníu og Sigurþóri en á myndinni að neðan eru Þórður Magni, Bjarney og Einar Haraldsson.