08. nóvember 2019
Steini Marinós kominn aftur til UMSE
Þorsteinn Marinósson hefur snúið aftur í Eyjafjörðinn í stöðu framkvæmdastjóra Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE). Ásdís Sigurðardóttir, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin tvö ár, hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum. Þorsteinn tekur við starfinu 15. nóvember næstkomandi.
Þorsteinn þekkir afar vel til UMSE enda var hann framkvæmdastjóri sambandsins frá árinu 2006 til ársins 2017 þegar hann flutti til Húsavíkur.
Á myndinni hér að ofan má sjá hann ásamt hressum þátttakendum á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina 2017.
UMFÍ býður Þorstein, eða Steina eins og flestir kalla hann, velkominn til starfa.