Fara á efnissvæði
26. apríl 2023

Stjórn HSK heimsækir íþróttamiðstöðina í Laugardal

Stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) heimsótti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) í íþróttamiðstöðina í Laugardal í gær. 

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ tók á móti hópnum og sýndi fólki skrifstofu ÍSÍ og húsakynnin í Laugardalnum. Stjórnin hitti einnig Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ, og Gunnar Bragason, gjaldkera ÍSÍ. Stjórn HSK hélt hefðbundinn stjórnarfund í nýuppgerðum og glæsilegum fundarsal ÍSÍ.

Að stjórnarfundi loknum  tóku Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, og Ragnheiður Högnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ, á móti hópnum í nýrri þjónustumiðstöð, spjallaði þar saman og snæddi kvöldverð.