Fara á efnissvæði
03. nóvember 2017

Stjórn UMFÍ skiptir með sér verkum

Fyrsti formlegi fundur nýrrar stjórnar UMFÍ fór fram í gær þar sem hún skipti með sér verkum. Áður hefur verið greint frá því að Haukur Valtýsson var kjörinn formaður UMFÍ. Eftir fundinn í gær er Örn Guðnason varaformaður, Hrönn Jónsdóttir ritari og Guðmundur Sigurbergsson gjaldkeri.

Þá var Jóhann Steinar Ingimundarson, sem er nýr í stjórn UMFÍ, skipaður formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ. Í framkvæmdastjórninni sitja auk hans Guðmundur Sigurbergsson og Ragnheiður Högnadóttir. 

Unnið er að skipan annarra nefnda UMFÍ.

 

Stjórn UMFÍ er eftirfarandi:

Haukur Valtýsson, formaður (UFA)

Örn Guðnason, varaformaður (HSK)

Hrönn Jónsdóttir, ritari (UMSB)

Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri (UMSK)

Gunnar Gunnarsson (UÍA)

Jóhann Steinar Ingimundarson (UMSK)

Ragnheiður Högnadóttir (USVS)

 

Varastjórn:

Sigurður Óskar Jónsson (USÚ)

Gunnar Þór Gestsson (UMSS)

Lárus B. Lárusson (UMSK)

Helga Jóhannesdóttir (UMSK)