Fara á efnissvæði
31. október 2020

Stjórnvöld kynna aðgerðir til aðstoðar íþrótta- og æskulýðsfélögum

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. Fundað var um málið aftur í dag með forsvarsfólki í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. 

Í tilkynningu frá ráðuneytunum segir að þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi hafi fjölþætt gildi. Í ljósi þess þykir mikilvægt að öll börn eigi þess kost að stunda íþróttir og að margar ólíkar íþróttagreinar séu í boði svo öll börn geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Hið sama gildir um skipulagt íþróttastarf eldri hópa.

Endanlegar útfærslur á tillögunum verða unnar í samstarfi við íþróttahreyfinguna og gert er ráð fyrir að útfærslan liggi fyrir eigi síðar en 10. nóvember 2020.

Í tilkynningu stjórnvalda eru taldar upp nokkrar aðgerðir:

 

 

Um aðgerðirnar er vitnað í Ásmund og Lilju:

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra:
 „Þátttaka barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur góð og þroskandi áhrif á þau. Það er mikilvægt að öll börn eigi þess kost að stunda íþróttir en ljóst er að þær sóttvarnaraðgerðir sem við höfum þurft að grípa til hafa haft mikil áhrif á starfsemi íþróttafélaga og þykir því gríðarlega brýnt að við ráðumst í mótvægisaðgerðir, ekki síst í því skyni að tryggja að sem minnstar raskanir verði á íþróttastarfi barna til lengri tíma litið. Það er skynsamlegt fyrir okkur sem samfélag að verja fjármunum í íþróttahreyfinguna sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að lýðheilsu þjóðarinnar. Sú fjárfesting skilar sér margfalt fyrir samfélagið allt til lengri tíma.”

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra: „Það er mér sönn ánægja að geta kynnt góðar fréttir á þessum farsóttartímum. Börnin okkar blómstra í fjölbreyttu íþrótta- og æskulýðsstarfi um allt land, og við verðum að standa vörð um það starf. Þetta er eitt mikilvægasta veganesti sem við sem samfélag gefum börnum og ungmennum þessa lands og við megum vera stolt af því að fjárfesta rétt. Ég bind miklar vonir við að þessar aðgerðir stjórnvalda tryggi að íþrótta- og æskulýðsstarf geti verið með eðlilegum hætti þegar þetta ástand er yfirstaðið.”

Hér er hægt að lesa tilkynningu ráðuneytanna: 

Íþrótta- og æskulýðsstarf: Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð