Fara á efnissvæði
18. janúar 2021

Styrkir til æskulýðsfélaga vegna áhrifa COVID-19

Stjórnvöld ætla að úthluta 50 milljónum króna til sértækra aðgerða til að að styðja við starf æskulýðsfélaga sem raskast hefur verulega vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana COVID-19 frá 1. júní 2020. Búið er að opna fyrir umsóknir um styrki vegna tekjutaps æskulýðsfélaga.

Um er að ræða styrki vegna tekjutaps þar sem hætt hefur verið við viðburði, mót eða að félög hafi þurft að skerða starfsemi vegna samkomubanns. Sýna þarf fram á að tekjutapið hafi haft veruleg neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Aðildarfélög UMFÍ geta m.a. sótt um styrki vegna skákviðburða sem ekki fóru fram.
 
Á vefsíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins er vakin sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um styrkina á rafrænu formi.

Eyðublöð eru á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. 

 

Nánari upplýsingar veitir Valgerður Þórunn Bjarnadóttir sérfræðingur á skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála, s. 545 9500 valgerdur.thorunn.bjarnadottir@mrn.is.