Styttist í mótahelgi í Borgarnesi
![](/media/p4of0nvf/7c2a1450.jpg?width=400&height=400&v=1d9b595e7de4b40 1x)
Fjölskyldan hefur heilmikið að gera saman á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Þar verður keppni fyrir 11 - 18 ára í átján íþróttagreinum. Kynning verður líka alla helgina á fjölda íþróttagreina sem allir fá að prófa og leika sér í.
Búast má við heilmikilli gleði á þessari fjölskyldu- og íþróttahátíð sem fram fer á hverju ári.
Þátttökugjald er aðeins 9.400 krónur.
Með miða á mótið fylgir aðgangur að keppnisgreinum fyrir einn þátttakanda á aldrinum 11- 18 ára, aðgangur að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna, en greiða þarf sérstaklega fyrir rafmagn og er það gert í gegnum skráningarkerfi mótsins.
Athugið að verð fyrir rafmagn á tjaldsvæðinu er 4.900 krónur til mánudagsins 29. júlí. Eftir þann tíma hækkar það í 6.900 krónur.
Einnig er innifalið í miðaverðinu aðgangur að allri afþreyingu á mótinum, tónleikar á hverju kvöldi, ferðir með strætisvögnum frá tjaldsvæði að mótasvæði alla dagana og aðgangur í sundlaugar í Borgarbyggð.
Með hverjum ætlar þú að keppa á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi?
Opið er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ til klukkan 16:00 mánudaginn 29. júlí.
Mikill fjöldi hefur þegar skráð sig. Gott er fyrir skráningarfrest að kanna hvort búið sé að skrá í liðagreinar og búa til nöfn á liðin.
Skrá í greinar
Athugið að hlekkur til að skrá þátttakanda í greinar er undir liðnum skráningar í appinu (velur shop - skammstöfun þína efst í hægra horni og velur kvittun fyrir greiðslu þátttökugjalds á Unglingalandsmótinu). Hlekkurinn er líka á kvittun sem barst í tölvupósti fyrir greiðslunni.
![](/media/rgdlxgmo/ulm2022_tjorvityr_31-07-22-1.jpg?width=524&height=524&v=1d9b595b0dbf520 1x)
![](/media/ehvnbm5h/dl6r0251.jpg?width=524&height=524&v=1d9b59589344900 1x)
![](/media/tmahlqbp/as3p9754.jpg?width=524&height=524&v=1d9b595ea9491a0 1x)