06. október 2020
Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu loka 7. október
Vegna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, frá og með miðvikudeginum 7. október.
Lokunin á einnig við skólasund.
Ekki kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdaráðinu hversu lengi sundlaugarnar verða lokaðar.
Næstu skref varðandi íþróttastarf og opnunartíma sundlauga verða auglýstar þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra sem snýr að auknum takmörkum á höfuðborgarsvæðnu verður birt.