Fara á efnissvæði
31. maí 2022

Svona skráir þú þig á Landsmót UMFÍ 50+

Nú geta allir sem hafa fundið sína uppáhalds íþrótt eða vilja prófa eitthvað skemmtilegt skráð sig til leiks á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Borgarnesi dagana 24. – 26. júní. 

Ef þú veist ekki hvað er í boði þá er um að gera og skoða dagskránna: Dagskrá

Til að enginn lendi í vandræðum við skráningu á mótið þá höfum við tekið saman leiðbeiningar.

 

  1. Skráningarhnapp er að finna á heimasíðu UMFÍ.
    Einnig er hægt að smella hér.

  2. Þegar smellt er á hnappinn, kemur eftirfarandi síða upp:

    Smellt er á hnappinn: Innskráning í Sportabler. (sjá rauða ör)

3. Slegið er inn netfang og smellt er á: Stofna aðgang.

4. Þegar þessu er lokið ætti að berast tölvupóstur til þín með nánari upplýsingum.

 

 

5. Þegar tölvupósturinn kemur er smellt á hlekkinn í honum. Það getur tekið smá stund fyrir tölvupóstinn að berast.

 

6. Þegar búið er að smella á hlekkinn í tölvupóstinum þarf að fylla inn upplýsingar um rafræn skilríki.

 

 

7. Þegar búið er að staðfesta rafræn skilríki þarf að fylla inn almennar upplýsingar. Netfang, kennitala og nafn kemur sjálfkrafa inn. Fylla þarf inn upplýsingar um símanúmer og velja sér lykilorð.

8. Næst ætti skráningasíða fyrir Landsmót UMFÍ 50+ að opnast. Ganga þarf frá kaupum á þátttökugjaldi. Það er gert með því að velja íþróttahérað og/eða það félag sem er með beina aðild að UMFÍ.

 



Ef þú ert ekki viss um hvaða íþróttahéraði þú tilheyrir er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöð UMFÍ og fá leiðbeiningar. Sími 5682929.

 

 

9. Þegar þessu er lokið er smellt á hnappinn Kaupa og gengið frá greiðslu.

     Athygli er vakin á því að haka þarf við valmöguleikann: Ég samþykki skilmála.

 

10. Þegar búið er að ganga frá greiðslu á þátttökugjaldi er gengið frá skráningu í greinar á mótinu. Undir liðnum greinaskráning þarf að smella á hnappinn kaupa. Þarna geturðu skráð þig í eins margar greinar og þú vilt taka þátt í. Þegar þú hefur valið greinarnar smellirðu á hnappinn Kaupa.

 

 

11. Athygli er vakin á því að sérstaklega þarf að kaupa miða á skemmti- og matarkvöldið á laugardagkvöldinu. Verð fyrir viðburðinn og matinn er 4.500 krónur.

 

Skráning í liðakeppni

Liðakeppni er í nokkrum greinum (boccia, bridds, göngufótbolta, körfubolta 3:3, pútt, ringó og boðsund). Við skráningu í liðakeppni þarf hver og einn að ganga frá sinni skráningu og taka fram nafn á liðinu í þar til gerðan reit. Ekki er hægt að ganga frá skráningu fyrir heilt lið í einu.

Til að geta skráð nöfn liða og liðsfólks þarf að smella á hnappinn: Request access. Að stuttum tíma liðnum færðu aðgang að skjalinu.

Hér eru skráð nöfn liða, liðsfólk og fjöldi eftir greinum.

 

Fylgstu með upplýsingum

Á heimasíðu UMFÍ er að finna dagskrá, keppnisgreinar og svör við algengum spurningum.

Landsmót UMFÍ 50+ heimasíða

 

Á Facebook er að finna viðburð fyrir mótið. Við hvetjum þig til þess að fylgjast með upplýsingum þar og hvetja vini og vandamenn til þátttöku á mótinu.  

Landsmót UMFÍ 50+ á Facebook.

 

Ertu með spurningu?

Hægt er að hafa samband við þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568 2929.

Einnig er hægt að senda okkur línu á netfangið umfi@umfi.is

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að heyra í Ómari Braga, framkvæmdastjóra mótsins. Sími 898 1095. Netfang omar@umfi.is

Við höfum búið til Facebook-viðburð fyrir Landsmót UMFÍ 50+. Endilega fylgstu með!

Landsmót UMFÍ 50+ á Facebook

 

Sjáumst í góðu skapi í Borgarnesi um Jónsmessuna!