Fara á efnissvæði
11. febrúar 2022

Takmarkanir á skólastarfi felldar niður

Allt er nú að þokast til betri vegar hvað sóttvarnir og samkomutakmarkanir snertir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum. Þær fela í sér að almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 manns í 200 innandyra, takmörkun á skólastarfi fellur niður auk allra fjöldatakmarkana utandyra, sem falla niður. Þá falla sömuleiðir reglur um sóttkví á brott samstundis í dag. Reglur á landamærum breytast hins vegar ekki.

Áfram er þess kraf­ist að út­sett­ir fari var­lega og viðhafi per­sónu­leg­ar sótt­varn­ir. Þá mun fólk með staðfest Covid-19 smit áfram sæta fimm daga ein­angr­un.

Ný reglugerð tekur gildi á miðnætti aðfaranótt 12. febrúar 2022 og gildir hún til 25. febrúar.

Breytingarnar eins og þær varða starf íþrótta- og ungmennafélaga auk skólastarfs en þær reglur ná m.a. til Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.

 

 

Reglugerð um einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19 

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Minnisblað sóttvarnalæknis